Sam­fé­lags­miðla­stjarnan Kati­e Sig­mond hefur verið sektuð um 285 dollara, um 40 þúsund ís­lenskar krónur, eftir að hún skaut golf­kúlu ofan í Miklagljúfur og henti kylfunni síðan á eftir kúlunni.

Sig­mond, sem er tuttugu ára gömul og hefur 7 milljón fylgj­endur á TikTok og 3 milljón fylgj­endur á Insta­gram birti mynd­band af at­vikinu en þar sést hún skjóta kúlunni fram af bjargi og kylfan fylgir á eftir kúlunni skömmu seinna. Mynd­bandinu var síðar eytt.

Lög­reglu­yfir­völd á svæðinu fengu á­bendingar um at­vikið og komust þannig á snoðir um hvað hefði gerst og sektuðu Sig­mond í kjöl­farið, sektin var einungis 285 dollarar en hún hefði hæst getað verið 5 þúsund dollarar.

„Þurfum við virki­lega að segja ykkur að skjóta golf­kúlum í Miklagljúfur?“ sagði lög­reglan í Face­book-færslu um at­vikið.

Mynd­band af at­vikinu má sjá hér að neðan.