Samfélagsmiðlastjarnan Katie Sigmond hefur verið sektuð um 285 dollara, um 40 þúsund íslenskar krónur, eftir að hún skaut golfkúlu ofan í Miklagljúfur og henti kylfunni síðan á eftir kúlunni.
Sigmond, sem er tuttugu ára gömul og hefur 7 milljón fylgjendur á TikTok og 3 milljón fylgjendur á Instagram birti myndband af atvikinu en þar sést hún skjóta kúlunni fram af bjargi og kylfan fylgir á eftir kúlunni skömmu seinna. Myndbandinu var síðar eytt.
Lögregluyfirvöld á svæðinu fengu ábendingar um atvikið og komust þannig á snoðir um hvað hefði gerst og sektuðu Sigmond í kjölfarið, sektin var einungis 285 dollarar en hún hefði hæst getað verið 5 þúsund dollarar.
„Þurfum við virkilega að segja ykkur að skjóta golfkúlum í Miklagljúfur?“ sagði lögreglan í Facebook-færslu um atvikið.
Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.