Nína og Ingunn hita upp fyrir Eurovision með því að kryfja atriðin fimm sem er spáð í efstu sætin

Í fyrsta sinn í tvo áratugi spá helstu veðbankar Bretlandi í efstu fimm sæti í Eurovision söngvakeppninni, sem fer fram í Torino í maí.

Breski söngvarinn Sam Ryder, sem syngur lagið Space Man, er gríðarlega vinsæll á TikTok og má gera ráð fyrir að hann muni tryggja Bretlandi atkvæði ungra áhorfenda.

„Ókei, hann er geggjaður söngvari,“ segir Ingunn en Nína segir það ekki nóg. „Lagið er ekki nógu gott.“

„Hún er Susanne Sundfør fátæka mannsins,“ segir Nína um framlag Svíþjóðar sem kemur fram á sviði með grænan skjá, alveg eins og í Júró með Nínu og Ingunni en hún vakti fyrst athygli í idol árið 2008.

Þátturinn, Júró með Nínu og Ingunni, verður frumsýndur næsta miðvikudag en hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þættinum.