Vinsæla TikTok-stjarnan Kyana Sue Powers birti myndband af íslenskri fjölskyldu inni í stofu fyrir framan sjónvarpið að horfa á fótboltaleik á meðan norðurljósin dönsuðu fyrir utan stofugluggannþ

„Ímyndið ykkur þetta fyrir utan gluggann ykkar öll kvöld,“ skrifar Powers og virðist hissa að fótboltaleikurinn eigi hug þeirra allan.

Fylgjendur Powers virðast agndofa yfir grænu litadýrðinni og spyrja meðal annars hvort það sé hægt að sjá norðurljósin með berum augum.

„Ég myndi sitja úti á svölum öll kvöld," skrifar einn fylgjandi við mynbandið.

„Er í alvörunni hægt að sjá þetta?," spyr önnur sem getur ekki beðið eftir að koma til Íslands eftir tvær vikur í von um að sjá þau.