Joe Exotic, við­fangs­efni Net­flix-þáttanna Tiger King sem slógu í gegn í fyrra, hefur óskað þess að vera sleppt úr fangelsi þar sem hann hafi greinst með krabba­mein í blöðru­háls­kirtli. Hann af­plánar nú 22 ára dóm fyrir að reyna að verða sér úti um laun­morðingja og dýramis­notkun.

Í bréfi sem Joe, sem heitir í raun Joseph Maldona­do-Passa­ge, segist hann sak­laus og vilji „eyða þeim litla tíma sem ég á eftir með ást­vinum mínum“ en vilji enga með­aumkun.

Lög­maður hans, John M. Philips, stað­festi fregnir af krabba­meini skjól­stæðings síns á Twitter. Þeir hafi rætt saman á mánu­daginn og brýn þörf sé á að Joe fái frelsi sem fyrst. Í sam­tali við BBC segir Philips að hjól banda­rískrar rétt­vísi snúist hægt og setja þurfi kraft í málið svo Joe fái frelsi sem fyrst til að eyða síðustu stundum ævi sinnar utan veggja fangelsis.