Áhrifavaldurinn og athafnakonan Camilla Rut Rúnarsdóttir segir eitt af því leiðinlegasta sem hún gerir vera að lesa fréttir um sjálfa sig.

Frá þessu greinir Camilla í svari við spurningu fylgjanda á samfélagsmiðlum í gær.

Camilla var einnig spurð hvort hún sakni þess að eiga einkalíf sem getur reynst henni krefjandi að fá ekki að lifa lífinu á eigin hraða.

„Viðurkenni að ég á alveg mín móment. Sakna þess stundum og finnst ég alls ekki við stjórn. Þá ég hef ég alvarlegar íhugað að hætta en svo aftur á móti þá þykir mér allt of vænt um samfélagið sem hefur skapast í gegnum þennan miðil minn og orkuna sem konur gefa hvor annarri hér í gegn,“ segir Camilla og bætir við að hún sé þakklát fyrir þá hvatningu og stuðning sem hún fær.

Lífið á Fréttablaðinu fjallaði um nýtt ástarsamband Camillu á dögunum. Sá heppni heitir Val­geir Gunn­laugs­son og er eigandi Íslensku flatbökunnar, betur þekktur sem Valli flatbaka.

Ef marka má það sem Camilla birtir á samfélagsmiðlum virðist lífið leika við þau.