Nayte Olukoya, fyrrverandi Bachelorette-stjörnunnar Michelle Young, þvertekur fyrir það að hafa haldið fram hjá Young og valdið með því sambandsslitum þeirra um átta mánuðum eftir að þau byrjuðu saman. Greint var frá sambandsslitunum í síðustu viku en Young hefur síðustu daga sleikt sárin á Íslandi með vinkonum sínum.

Á vef US weekly í gær segir að Olukoya hafi á laugardag í Instagram „story“ sagt að hann hafi ekki haldið fram hjá og bent á að stundum séu sambandsslit engum að kenna. Hann sagði leiðinlegt hversu mörg hatursfull skilaboð honum hafa borist eftir slit þeirra og að það væri erfitt á meðan hann syrgði sambandið.

Hann sagði enn fremur að hann hefði farið í þáttinn með engar sérstakar væntingar en vitað að hann yrði með opið hjarta fyrir því að finna sína manneskju. Sem hann taldi sig hafa gert við lok þáttarins.