Breski leikarinn I­dris Elba þver­tekur fyrir að hafa logið til um eigin smit af kóróna­veirunni svo­kölluðu sem veldur CO­VID-19 sjúk­dómnum. Hann tók sig til og á­varpaði að­dá­endur á Insta­gram þar sem hann svaraði stækum orð­rómum um að hann hefði fengið greitt fyrir að þykjast hafa smitast.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá á dögunum er leikarinn smitaður af veirunni. Síðan þá hefur farið á kreik orð­rómur um að Elba, á­samt hópi annarra leikara líkt og Tom Hanks, hafi logið til um eigin smit. Orð­rómnum var gefinn byr undir báða vængi af rapparanum Cardi B á Insta­gram.

Þar sagði hún að sér þætti til­hugsunin um hve margir væru sýktir án prófana erfið. „Segjum sem svo að ég sé með kóróna­vírusinn ein­mitt núna. Hvernig á ég að vita það, því sumir eru bara eitt­hvað „ef ég hósta er ég með þetta“ á meðan aðrir eru ein­kenna­lausir. Hvernig í fjandanum á ég að vita hvort ég eigi að láta prófa mig fyrir þessu?“ segir hún.

„Þannig mér er farið að líða eins og ein­hver hafi borgað þessu fólki fyrir að hafa sagst hafa þetta og ef þið eruð að borga þeim, nenniði AÐ BORGA MÉR LÍKA!“ sagði hún í beinni á Insta­gram.

Fjöldi net­verja sakaði leikarann í kjöl­farið um að ljúga til um smitið. Elba sagðist gera sér grein fyrir því að ekki hefðu allir kost á því að láta prófa sig vegna veirunnar.

„Þetta ætti ekki að vera um hvort að hinir ríku eða fá­tæku fái þetta. Allir ættu að geta prófað sig,“ segir hann. „Mér þykir nei­kvæðni og smánunin vegna prófanna mjög vondar. Ég skil ekki hvað fólk fær út úr því. Og hug­myndin um að ein­hver eins og ég fái greitt fyrir að segjast vera með kóróna­vírus er al­gjört bull. Það er því­lík heimska. Og fólk vill dreifa því eins og það séu fréttir. Það er heimsku­legt.“

Hann segir að slíkar lygar muni einungis gera heims­far­aldurinn verri. „Þetta er fljótasta leiðin til að fá fólk til að veikjast. Þetta gagnast mér og Sabrinu ekki neitt að segjast vera með þetta þó við séum ekki með þetta. Ég skil ekki rökin.“

View this post on Instagram

TSR STAFF: Christina C! @cdelafresh ___ There are a lot of theories about the coronavirus circulating on the Internet and social media right now but #IdrisElba had to hop on IG Live to address one that he felt was directed at him. ___ Following he and his wife Sabrina Elba’s positive diagnoses for the coronavirus, Idris decided to fire back at claims that celebrities are being paid to lie about having the virus. ___ “This idea that someone like myself is gonna be paid to say ‘I’ve got coronavirus,’ that’s like absolute bulls**t,” Idris said. “Such stupidness and people wanna spread that as if it’s like news. That’s stupid...That’s the quickest way to get people sick.” ___ Idris also took the time to address what he called “test shaming,” saying he believed that all people should-click the link in our bio to read more.

A post shared by The Shade Room (@theshaderoom) on