Mennirnir sem leika hvítu, vest­rænu og mið­aldra VIP gestina al­ræmdu í hinum al­heims­frægu Squ­id Game þáttum Netflix þver­taka fyrir að vera lé­legir leikarar, í við­tali við The Guar­dian um málið.

Þar er vitnað til net­verja sem kvarta sáran undan því að hópurinn hafi verið það versta við þættina. Eins og les­endur vita eru þættirnir á kóresku, utan þessa hóps sem tala ensku og eiga að vera gífur­lega ríkir auð­menn sem mæta á svæðið til að fylgjast með leikunum. Einn net­verja spyr til dæmis hvernig í ó­sköpunum leikararnir sem tala ensku í þáttunum geti verið svona slæmir.

Þar segir einn þeirra, Geof­frey Giuli­ano, á Zoom frá Bangkok þar sem hann er búsettur, og var sá eini ríku karlanna sem tók af sér grímuna í þáttunum, að honum sé alveg sama um nei­kvæð við­brögð net­verja. Hann upp­lýsir að hann sé gríðar­lega mikill Bítla­að­dáandi og hafi raunar skrifað fleiri bækur um hljóm­sveitina heldur en nokkur annar; 32 talsins.

„Ég kvarta alls ekki!“ hefur Guar­dian eftir al­sælum leikaranum. „Ég er í vin­sælasta þætti í heimi. Ég hef fengið bréf frá að­dá­endum. Bara í dag bað kona mig um að senda sér eigin­handar­á­ritun, svo ég gerði það og hún sendi mér svo mynd af sér þar sem hún hafði húð­flúrað nafnið mitt á fram­hand­legginn,“ segir hann glettinn. Þá segist hann hafa fengið skila­boð frá að­dá­endum sem hafi ólmir viljað sofa hjá honum.

Geoffrey Giuliano er sá eini af leikurunum sem tók af sér grímuna. Hann er alsæll með alheimsfrægðina í kjölfarið.
Mynd/Netflix

Átti erfitt með gagn­rýnina

Daniel C Kenne­dy, leikur VIP gest númer tvö. Hann er ekki alveg jafn sáttur við stöðu mála og fyrr­nefndi leikarinn. Hann hefur leikið í Kóreu síðan 2014 og segist hafa glímt við þung­lyndi undan­farin ár.

„Í fyrstu átti ég mjög erfitt með um­mælin, en með tímanum og fjar­lægð og í­hugun hef ég getað að­greint gagn­rýnina sem ég get nýtt mér til að bæta mig, frá gagn­rýninni sem hlaut alltaf að koma þegar maður er hluti af al­heims­verk­efninu eins og þessu,“ út­skýrir hann.

Grímurnar, þýðingin og sam­hengið

John D. Michaels er mitt á milli hinna tveggja. Hann býr í Seoul í Kóreu og hefur starfað sem leikari undan­farin tuttugu ár. Hann segir að sér þyki mikil­vægt að á­rétta að leikararnir hafi ekki verið valdir af handa­hófi, heldur staðist á­heyrnaprufur.

Hann segir eðli­legar skýringar á því hvers vegna hópurinn hljómaði svona furðu­lega í þættinum, miðað við kóresku aðal­leikarana. „Þetta er mis­munandi milli þátta en leikarar sem ekki koma frá Kóreu vinna oftast með texta sem er þýddur af ein­hverjum sem talar ekki tungu­málið, stundum jafn­vel Goog­le Translate og þess vegna hljómar það ó­eðli­lega,“ út­skýrir hann.

Kenne­dy segir að þetta vanda­mál hafi jafn­vel verið enn meira á setti í Squ­id Game. Leikararnir hafi ekki haft hug­mynd um sam­hengið í hand­ritinu og þá hafi grímurnar alls ekki hjálpað.

„Við vorum allir með mjög þungar plast­grímur og sátum á sófa í frekar mikilli fjar­lægð frá hvor öðrum. Við þurftum að kalla línurnar okkar út í loftið, sem gerði fram­setninguna enn skrítnari.“

Við­tal Guar­dian við VIP gestina í heild sinni má lesa hér.

Einn leikaranna segist hafa fengið fjölda kynlífstilboða eftir að þættirnir urðu heimsfrægir.
Mynd/Netflix