Þuríður Blær Jóhanns­dóttir leik­kona og með­limur Reykja­víkur dætra tók við til­nefningu Eddunnar sem leik­kona í aðal­hlut­verki fyrir leik sinn í þáttunum Ráð­herrann í gær og birti mynd af sér með tilnefninguna á Instagram reikingi sínum.

Tók við tilnefningu til Eddunnar sem leikkona í aukahlutverki fyrir Ráðherrann í dag. Takk takk fyrir mig! Þvílíkur heiður , skrifar hún við myndina.

Ráð­herrann var sýndur á RÚV árið 2020. Ólafur Darri Ólafs­son fór með aðal­hlut­verk Ráð­herrans. Meðal annarra leikara voru Þor­valdur Davíð Kristjáns­son og Aníta Briem og Logi Hrafn Jóns­son.

Þuríður hefur gert garðinn frægan með hljóm­sveitinni Reykja­víkur­dætur. Hljóm­sveitin er þekkt fyrir ögrandi texta fram­komu. Nýjasta lag þeirra er Hot Milf sum­mer sem kom út í júlí síðast­liðnum.