„Hún þurfti að taka tvær lestir hingað því hún lenti í sprengjuárás. Hún ætlaði ekki að láta neitt stoppa sig,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari Skálmaldar, í samtali við Fréttablaðið. Fyrir tónleika í Kraká í Póllandi í gærkvöldi hitti aðdáanda sveitarinnar, Önnu, sem kominn var frá Úkraínu.

Fyrst var greint frá málinu á Facebook-síðu þungarokkssveitarinnar, en þar kom fram að hún starfi á spítala og að þar hlusti hún gjarnan á tónlist á meðan hún bjargar mannslífum.

„Hún sagði að þegar allt byrjaði, í febrúar, var hún alltaf hrædd. Núna er erfiðast þegar rafmagnið fer, þá er svo kalt.“ segir Þráinn sem segist líða eins og þetta sé varla raunverulegt.

„Hér er manneskja sem er ekki í blöðunum, eða sjónvarpinu, hún er hér í raun og veru, komandi úr stríðshrjáðu landi. Til Póllands að sjá okkur. Hún vildi bara knús og spjall. Ég sagði henni að ég gæti ekkert sagt sem gerði neitt betra. Hún þakkaði bara fyrir að hún gæti farið á tónleika og sagði takk.“ segir Þráinn og bætir við „Þetta er algjörlega fáránlegt þetta helvítis stríð.“