Systurnar Sigga, Beta og Elín og hljómsveit þeirra verja deginum í dag á æfingum til að reyna að stytta endann á laginu.
„Við fórum aðeins yfir mínúturnar þrjár á æfingunni í gær,“ útskýrir Felix Bergsson í samtali við Fréttablaðið.
Hópurinn kíkir svo í skoðunarferð í boði Torino eftir æfingarnar. „Þetta verður gönguferð um borgina sem er fræg fyrir kaffihúsin sín.“

Næsta æfing í höllinni verður ekki fyrr en á fimmtudaginn en hópurinn mun sennilega koma saman á miðvikudag líka til að æfa sig með rétta hárstílinn, förðun og búninga.

Ætlið þið að kíkja út á lífið í kvöld eða verður bara róleg dagskrá?
„Þetta verður svona rólegheitadagur,“ byrjar Felix. „En einhverjir eru búnir að bóka veitingstaði. Gísli Marteinn er sjálfur meistari í veitinhúsunum,“ segir hann og hlær.
Hér fyrir neðan má sjá klippu úr fyrstu æfingu Systra og hljómsveitar þeirra.
@eurovision The sisters from @Systur bring some beautiful Icelandic folk to #Eurovision 🌸 🇮🇸 #Eurovision2022 #eurovisiontiktok ♬ original sound - Eurovision