Skondið myndband náðist af bandarískum mægðum á hrekkjavökunni í gær. Má sjá móður þriggja ára dóttur úr eftirlitsmyndavél við heimahús hamstra nammi sem stóð börnum til boða. Heyrist í dótturinni segja, „Þú tókst of mikið! Skilaðu þessu aftur.“

„Ég veit, komum okkur,“ svarar móðirin og sést hlaupa á brott með dótturina.