Valentínusardagurinn, sem einnig hefur verið nefndur Valentínsdagur, er dagur helgaður ástinni sem haldinn er hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert. Sú hefð hefur þróast hér á landi að gefa fallegan blómvönd, dekurdag eða hótelgistingu.

Síðastliðin ár hefur notkun kynlífstækja skipað stærri sess í kynlífi fólks, en áður þótti það ef til vill meira feimnismál.

Gerðut Huld Arinbjarnardóttir, eiganda kynlífstækjaverslunarinnar Blush, segir söluna í kringum Valentínusardaginn aukast með hverju árinu.

„Við erum búin að finna töluverða aukningu síðustu árin á Valentínusardeginum. Þrátt fyrir að þetta sé svona amerískur dagur er þetta að færast meira og meira til Evrópu, og við höfum tekið upp á því að vera alltaf með eitthvað sérstakt í gangi þennan dag,“ segir Gerður, en verslunin býður viðskiptavinum sínum upp á afslátt af völdum vörum og kaupauka fyrir 200 fyrstu kaup dagsins.

„Við reynum að hafa smá extra rómantík yfir þessu og fengu því 200 fyrstu viðskiptavinirnir dagsins smá auka gjöf frá okkur, ferðasleipiefni frá uberlube, sem er hægt að taka með í veskið fyrir hotel getaway með makanum,“ segir Gerður.

Aðspurð segir hún parabox ávallt vinsæl á þessum degi, ásamt klassískum vörum líkt og nuddvöndum og sogtækjum „Sogtækin eru alltaf langvinsælust. Ástæðan fyrir því er að þetta er nýtt, og einstök upplifun,“ upplýsir Gerður og bætir við, „Ef þú hefur ekki prófað sogtæki ertu að missa af lífinu, þetta er þannig upplifun.“

Hún svarar því játandi að fólk sé orðið opnara með kaup sín á kynlífstækjum en fyrir nokkrum árum síðan. „Þetta er aukahlutur fullorðna fólksins. Þú átt buxur, axlabönd og svo áttu kynlífstæki,“ segir Gerður og hlær.

Paraboxin eru vinsæl.
Mynd/Blush
Mynd/Blush
Viðskiptavinir fengu Uberlube sleipiefnið í kaupauka.
Mynd/Blush
Mynd/Blush

Rómans í kuldanum

Saga Lluvia, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Losta, hefur haft í nógu að snúast í dag vegna þess að salan er ávallt meiri í dag en aðra daga.

„Við erum með afslætti til að fólk geri sé dagamun og fagni ástinni. það er alltaf gaman að brjóta uppá hversdagsleikann.“

Hún segir að frá því í morgun hafi verið mikil aukning á sölu og þetta sé greinilega að verða vinsæll dagur hér á landi.

Hún segir fólk kaupa paratæki, sleipiefnið uberlube ásamt því að nuddkerti hafi verið afar vinsæl núna yfir vetrartímann.

Nuddkertin eru notaleg í kuldanum
Mynd/Losti.is
Mynd/Losti.is
Mynd/Losti.is