Tómas Guðbjartsson hjartalæknir horfði á dramtískan leik Liverpool og Manchester United ásamt föður sínum Guðbjarti Kristóferssyni útafliggjandi, eða „hospital style“ eins og læknirinn orðar það og blóðþrýstingur beggja hélst innan marka. Eðlilega kannski þar sem þeir feðgar eru miklir stuðningsmenn Liverpool.

„Í dag ákváðum við að horfa á leikinn liggjandi hjá pabba - svona hospital style. Þetta reyndist frekar ljúf innlögn og blóðþrýstingur hélst innan marka - enda vann Liverpool erkifjendurna í Manchester United 5 – 0,“ skrifaði Tómas á Facebook við mynd af þeim feðgum í hvíldarstellingu yfir leiknum sem fór betur en þeir gátu látið sig dreyma um.

Ólaf Má Björnsson, augnlækni og ljósmyndara, bar óvænt að í miðjum hasarnum og tók myndina sem Tómas birtir á Facebook en þeir kollegar vinna fjalla saman um náttúru Íslands í máli og myndum í sínum fasta þætti, Fókus á hjarta landsins, í Fréttablaðinu á fimmtudögum.

Þar eru fjöll og firnindi alls ráðandi í myndum Óla Más sem þarna fangaði aftur á móti tvo Púllara sem létu ekki haggast frekar en traustir klettar.