Þor­steinn Eggerts­son, eitt­hvert ást­sælasta og af­kasta­mesta söng­texta­skáld þjóðarinnar, fagnar 80 ára af­mæli sínu í febrúar á þessu ári. Við það tæki­færi var slegið upp af­mælis­tón­leikum í Salnum í Kópa­vogi þar sem söngvararnir Heiða Ólafs og Matti Matt renndu sér í gegnum rjómann af þeim ara­grúa laga og texta sem Þor­steinn hefur hitt þjóðar­sálina með í hjarta­stað.

Þor­steinn sjálfur kynnti lögin og lét ó­borgan­legar bransa­sögur fljóta með. Þrí­eykið ætlar, á­samt þéttri hljóm­sveit, að endur­taka leikinn í þriðja sinn í Salnum klukkan 20 í kvöld.

Þegar Frétta­blaðið ræddi við Þor­stein á átt­ræðis­af­mælinu í febrúar sagðist hann hrein­lega ekki muna hversu marga texta hann væri búinn að semja fyrir Hljóma, Trú­brot, Brim­kló, Ðe Lónlý Blú Bojs, Þú og ég og svo ó­endan­lega margar grúppur aðrar og ótal marga tón­listar­menn. „Maður hættir að telja þegar textarnir eru orðnir nokkur hundruð,“ sagði hann þá af sinni al­kunnu hóg­værð.

Tröll­aukið höfundar­verk Þor­steins saman­stendur ekki að­eins af frum­sömdum textum því snjallar þýðingar hans hafa einnig lifað með þjóðinni. Til dæmis Return to sender sem varð í með­förum Þor­steins að Þrjú tonn af sandi. Hálf­gerð merkingar­leysa sem byggir á hljóð­líkingum og góðu fjöri og snar­virkaði á böllunum.

Brunnurinn sem þau Þor­steinn, Heiða og Matti hafa til að ausa úr er því nánast botn­laus en Heiða telur upp nokkur lög sem flestir ættu að þekkja, og margir elska, eftir að hafa sum hver ómað um landið og miðin í ára­tugi: Ljúfa líf, Glugginn, Ástar­sæla, Gvendur á eyrinni, Ég elska alla, Heim í Búðar­dal, Fjólu­blátt ljós við barinn, Lífs­gleði, Dans, dans, dans, Harð­snúna Hanna og Söngur um lífið.

Tón­leikarnir eru sem fyrr segir í Salnum í Kópa­vogi í kvöld og hefjast klukkan 20. Miðar eru seldir á tix.is.