Unnur Kristín Óla­dóttir, einka­þjálfari hjá Sport­húsinu, ræddi við Fréttablaðið á dögunum og gefur hún lesendum þrjú góð ráð til að bæta mataræðið.

Prófaðu þig áfram

Að sögn Unnar er mikil­vægt að vita hver mark­miðin eru þegar breytt er um matar­æði og að ýmis­legt þurfi að hafa í huga þegar ráðist er í slíkar breytingar. Ýmsir „matar­líf­stílar“ séu í gangi í þjóð­fé­laginu og þarf hver og einn að prufa sig á­fram og vera með opinn huga.

Borðaðu fjölbreytt og forðastu unnan mat

„Sjálf ráð­legg ég alltaf fjöl­breytt matar­æði og þar er jafn­vægi milli næringar­efnanna, próteina, fitu og kol­vetna mikil­vægt. Mat­vælin ættu að vera eins hrein og hægt er, það er forðast mikið unnin mat, sykur og gos­drykki sem dæmi og drekka vel af vatni,“ segir Unnur og bætir við að gott sé að fá að­stoð frá næringar­ráð­gjafa eða þjálfara.

Leyfðu þér að njóta

„Matar­æði spilar svo svaka­lega stóran þátt í lífi okkar og hefur á­hrif á svo margt, til dæmis alls konar sjúk­dóma, líkam­legan árangur, and­lega heilsu og þess vegna svo ó­trú­lega mikil­vægt að hugsa um það sem setjum ofan í okkur og það með já­kvæðu hugar­fari. Þú dælir ekki olíu á bensín bíl er það?“

Þá segir Unnur að það sé góð regla að minnka sí­fellt nart og þá sér­stak­lega á kvöldin en hún segir gullna meðal­veginn vera átta­tíu prósent hollusta og tuttugu prósent ekki jafn hollt. „Þannig helst fólk betur á „beinu brautinni“ og þörfin fyrir sukk ekki jafn mikil því það er í boði að leyfa sér og njóta inná milli, fólk gefst síður upp og líður ein­fald­lega betur ef það eru ekki boð og bönn!“

„Matar­æði spilar svo svaka­lega stóran þátt í lífi okkar og hefur á­hrif á svo margt, til dæmis alls konar sjúk­dóma, líkam­legan árangur, and­lega heilsu og þess vegna svo ó­trú­lega mikil­vægt að hugsa um það sem setjum ofan í okkur og það með já­kvæðu hugar­fari. Þú dælir ekki olíu á bensín bíl er það?“ segir Unnur að lokum.