Linda Ólafs­dóttir, Sverrir Nor­land og Kristín Helga Gunnars­dóttir hljóta Barna­bóka­verð­laun Reykja­víkur­borgar 2022 fyrir bækurnar Reykja­vík barnanna, Eld­hugar: Konurnar sem gerðu að­eins það sem þær vildu, og Ó­temjur. Verð­launin voru veitt við há­tíð­lega at­höfn í Höfða klukkan 12 í dag.

Dóm­nefndin fékk rúm­lega hundrað bækur til skoðunar í ár og voru fimm bækur til­nefndar í hverjum flokki. Dóm­nefnd verð­launanna skipuðu Tinna Ás­geirs­dóttir, for­maður, Ás­mundur Krist­berg Örn­ólfs­son, Guð­rún Lára Péturs­dóttir, Karl Jóhann Jóns­son og Val­gerður Sigurðar­dóttir.

Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur.
Kápa/Forlagið

Metnaðar­fullt sagn­fræði­rit

Linda Ólafs­dóttir hlýtur Barna­bóka­verð­laun Reykja­víkur­borgar í flokki mynd­lýsinga fyrir bókina Reykja­vík barnanna en hún hlaut einnig Fjöru­verð­launin í ár fyrir bókina

Í um­sögn dóm­nefndar er Reykja­vík barnanna sögð verða „metnaðar­fullt sagn­fræði­rit með grípandi og fræðandi myndum sem höfðar til barna á öllum aldri“. Þá er mynd­lýsingum Lindu Ólafs­dóttur sér­stak­lega hrósað fyrir „klassískt yfir­bragð“ og vel unna heimilda­vinnu.

Eld­hugar: Konurnar sem gerðu að­eins það sem þær vildu eftir Péné­lope Bagi­eu í þýðingu Sverris Norland.
Kápa/AM Forlag

Sí­gilt og vandað verk

Sverrir Nor­land hlýtur Barna­bóka­verð­laun Reykja­víkur­borgar í flokki þýðinga fyrir þýðingu sína á bókinni Eld­hugar: Konurnar sem gerðu að­eins það sem þær vildu eftir Péné­lope Bagi­eu. Í um­sögn dóm­nefndar er bókin sögð vera „sí­gilt og vandað verk sem mun gleðja unga les­endur um ó­komin ár.“

„Þýðing Sverris Nor­land er vand­lega unnin. Tónninn er bæði hlý­legur og lestrar­hvetjandi og fal­legur, hand­skrifaður textinn eykur þau á­hrif. Stíllinn er hnit­miðaður, mál­farið fágað og gagn­sætt og þýðingin fellur í alla staði vel að mynda­sögu­forminu,“ segir í um­sögninni.

Ótemjur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.
Kápa/Bjartur

Spennandi saga um að­kallandi mál

Kristín Helga Gunnars­dóttir hlýtur Barna­bóka­verð­laun Reykja­víkur­borgar í flokki frum­saminna bóka fyrir bókina Ó­temjur. Í um­sögn dóm­nefndar er bókin sögð vera „spennandi saga þar sem fjallað er um að­kallandi sam­fé­lags­mál,” en Ó­temjur fjallar um unga stelpu sem hefur alist upp við ó­reglu og erfiðar að­stæður heima fyrir.

„Þrátt fyrir al­var­legt um­fjöllunar­efni er frá­sögnin bæði hröð og leikandi og Kristín Helga tekst í bók sinni á við efnið af næmni og frá­sagnar­gleði,“ segir í um­sögninni.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, ásamt verðlaunahafanum Krístínu Helgu Gunnarsdóttur.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Fyrst veitt 1973

Barna­bóka­verð­laun Reykja­víkur­borgar eru veitt í þremur flokkum bóka fyrir börn og ung­menni, flokki bóka frum­saminna á ís­lensku, flokki mynd­lýsinga og flokki þýðinga. Um er að ræða elstu barna­bók­verð­laun landsins en þau voru fyrst veitt 1973 sem Barna­bóka­verð­laun fræðslu­ráðs Reykja­víkur.

Árið 2016 voru Dimmali­mm verð­launin og Barna­bóka­verð­laun Reykja­víkur sam­einuð og urðu þá til áður­nefndir þrír verð­launa­flokkar. Verð­launa­féð er 350.000 kr. í hverjum flokki.