Fréttablaðið, Hringbraut og DV stóðu fyrir skemmtilegum Facebook leik á dögunum. Vinningshafarnir voru dregnir út í gær og fengu 50 þúsund króna gjafakort í Bónus að verðlaunum.

Skilyrðin til að taka þátt í leiknum voru að vera fylgjandi miðlanna á Facebook en einnig var hægt að auka vinningslíkurnar með því að fylgja öðrum síðum eins og Markaðnum, DV fókus og DV matur.

Þrír heppnir aðilar duttu í lukkupottinn og voru dregnir út.

Vinningshafarnir voru Eyrún Brynja sem sigraði í Facebook leik DV, Stefán Rafn Elínbergsson var dreginn út í Facebook leik Hringbrautar og Eyrún Ragnarsdóttir fékk vinninginn á Facebook síðu Fréttablaðsins.