Páll Magnús­son og Brynjar Níels­son, fyrr­verandi þing­menn Sjálf­stæðis­flokksins, geta um frjálst höfuð strokið þessa dagana eftir að hafa hætt á þingi.

Þeir virðast þó nýta tímann á­gæt­lega þessa dagana til að huga að líkama og sál eins og með­fylgjandi mynd ber með sér.

„Þessir þrír þóttu vera spengi­legastir í ræktinni í dag,“ sagði Páll á Face­book-síðu sinni í gær og birti mynd af sér, Brynjari og Tómasi A. Tómas­syni, Tomma á Búllunni, sem nú er kominn á þing fyrir Flokk fólksins.

Þre­menningarnir voru mættir á æfingu í World Class en ekki kemur fram hvort þeir hafi hist fyrir til­viljun í ræktinni eða farið sam­ferða á æfingu.

Ef marka má færslu Páls var það út­varps­maðurinn og líkams­ræktar­frömuðurinn Ívar Guð­munds­son sem tók myndina. Páll segir að hann hafi heimtað að taka myndina en ekki viljað vera með. „Honum fannst hann ekki koma nógu vel út,“ segir Páll innan sviga.

Myndin af þre­menningunum vakti mikla lukku á Face­book í gær og voru margar skemmti­legar at­huga­semdir skrifaðar við myndina. „Mögnuð mynd!,“ sagði Jakob Bjarnar Grétars­son, blaða­maður Vísis og Lilja Raf­n­ey Magnús­dóttir, fyrr­verandi þing­kona Vinstri grænna, sagði ein­fald­lega „þrí­drangar“. Kristján L. Möller, fyrr­verandi ráð­herra, skaut að­eins á kollega sína og sagði: „Það er mikil þyngd í þessari mynd.“