Þrátt fyrir ungan aldur True Thompson sem er aðeins þriggja ára gömul, er hún með afar dýran smekk ef marka má mynd móður hennar, Khloé Kar­dashi­aná Instagram. Á myndinni skartar True veski frá merkinu Judith Lei­ber og er eins

kleinuhringur í laginu. Veskið kostar um 4195 bandaríkjadali eða 526 þúsund íslenskar krónur.

Khloé Kardashian skrifar við myndina af dótturinni, „Eng­in sæt­ari en stelp­an mín,“ þar sem hún situr í sófa í glimmer pilsi með veskið sér við hlið.

Eldri frænka True, North West sem er átta ára og dóttir Kim Kardashian, sýndi veski frá sama merki á TikTok reikningi sínum í desember síðastliðnum. Þar sást meðal annars í veski sem voru í laginu eins og pítsa og vagn Öskubusku.