Þrí­eyki al­manna­varna, á­samt ger­völlu starfs­fólki björgunar­mið­stöðvarinnar í Skógar­hlíð stóð fyrir sam­söng fyrir utan gámana frægu að loknum síðasta upp­lýsinga­fundi al­manna­varnar­deildar. Mynd­band af her­leg­heitunum má sjá neðst í fréttinni.

Líkt og al­þjóð veit fór fram síðasti upp­lýsinga­fundurinn í dag. Sá fyrsti fór fram 26. febrúar síðast­liðinn og voru þeir dag­legur liður í lífum lands­manna lengst af á meðan kóróna­veirufar­aldurinn svo­kallaði stóð yfir.

Starfs­fólkið hefur unnið saman náið allan þennan tíma en neyðar­stigi al­manna­varna var af­lýst á mið­nætti og verður ekki haldinn annar slíkur fundur, nema að­stæður breytist eða ef það er talið þurfa.

Eins og sjá má hér að neðan er mikil gleði í kveðju­hófinu.