Álfatrú virðist útbreidd á meðal Íslendinga ef marka má nýja könnun sem Prósent gerði í sumarbyrjun, en samkvæmt henni trúir 31 prósent Íslendinga á álfa, en 57 prósent segjast ekki gera það.
Ellefu prósent svarenda sögðust ekki vita hvort þau tryðu á álfa eða ekki og eitt prósent vildi ekki svara.

Fólk af landsbyggðinni er trúgjarnara á álfa en fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Fréttablaðið/Getty
Konur trúa frekar en karlar
Áberandi fleiri konur trúa á álfa en karlar, 44 prósent kvenna en 27 prósent karla, og þá sýnir könnunin enn fremur að miðaldra og eldra fólk er trúgjarnara í þessum efnum en yngra fólk.
Þá eru marktækt fleiri íbúar á landsbyggðinni sem trúa á álfa heldur en á höfuðborgarsvæðinu.
Úrtak könnunarinnar var 2.300 manns. Svarhlutfall 51,6 prósent.