Hörundsárir Star Wars aðdáendur, hrottalegir hlutir í kjallaranum og mátturinn með Obi Wan Kenobi er meðal þess sem rætt er um í nýjasta þætti af Bíóvarpinu, sérstakri hlaðvarpsseríu Fréttablaðsins um nýjustu sjónvarpsþættina um Obi Wan Kenobi.

Að þessu sinni ræða blaða­mennirnir og Stjörnu­stríðs­nördarnir Þórarinn Þórarins­son og Oddur Ævar Gunnars­son fjórða þáttinn í sjón­varpsseríunni á Dis­n­ey+.

Fjórði þátturinn er ögn rólegri en sá þriðji en þó fullur af spennu. Gerist allur á sömu plánetunni og það eru hrottalegir hlutir í kjallaranum. Eru Star Wars aðdáendur of hörundsárir? Þeirri spurningu er svarað í þættinum.

Sem fyrr er rétt er að vara þau, sem ekki eru búin að horfa á þriðja hluta seríunnar eða eru við­kvæm fyrir spilli­efni, við því að hlusta á þáttinn fyrr en að loknu á­horfi því um­sjónar­menn hlað­varpsins halda hvergi aftur af sér og ræða sögu­þráðinn, fram­vindu þáttanna og allt sem vekur at­hygli þeirra af ein­urð og festu.