Í þriðja þætti Júró með Nínu og Ingunni eru júróvísjón-partýin krufin til mergjar.

Matur og drykkur, skreytingar og gestalisti eru meðal viðfangsefna.

Söngkonan og margfaldi Eurovision-farinn Sigga Beinteins og uppistandarinn Villi Netó fara yfir helstu partý-hefðir á sínum heimilum, auk þess sem Nína Richter og Ingunn Lára fara út úr stúdíóinu, líta við í verslunum og velta fyrir sér skreytingum á húsi - og á gestgjafanum sjálfum.

Júró með Nínu og Ingunni eru léttir örþættir þar sem talið er niður að keppninni í maí, í félagi við helstu júró-sérfræðinga og áhugasama álitsgjafa. Keppninni er síðan fylgt alla leið til Torino á Ítalíu. Nína og Ingunn sækja partýin, hitta keppendur hvaðanæva að og kynna sér að sjálfsögðu matarmenningu svæðisins, enda staddar í vöggu vestrænnar matarmenningar.

Brot úr þættinum ásamt skemmtilegu aukaefni má nálgast á öllum samfélagsmiðlum Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Tiktok, Instagram og Twitter.

Áfram Ísland!