Nýjasta kvikmyndin um Kóngulóarmanninn, Spider-Man: No Way Home sló aðsóknarmet á frumsýningarhelginni í Bandaríkjunum. Myndin á þannig þriðju stærstu opnun sögunnar í Bandaríkjunum.
Óhætt er að fullyrða að myndin sé sú stærsta á árinu en aðdáendur hafa beðið myndarinnar með mikilli óþreyju og mætir Tom Holland til leiks í sinni þriðju mynd sem Kóngulóarmaðurinn. Myndin halaði inn 253 milljónum Bandaríkjadollara og hafa aðeins tvær myndir halað inn meira á opnunarhelginni.
Það eru að sjálfsögðu Marvel myndirnar Avengers Endgame (357 milljónir Bandaríkjadollara) og Avengers Infinity War (257,7 milljónir Bandaríkjadollara). Tom Holland þakkaði aðdáendum fyrir stuðninginn á Instagram.