Nýjasta kvik­myndin um Kóngu­lóar­manninn, Spi­der-Man: No Way Home sló að­sóknar­met á frum­sýningar­helginni í Banda­ríkjunum. Myndin á þannig þriðju stærstu opnun sögunnar í Banda­ríkjunum.

Ó­hætt er að full­yrða að myndin sé sú stærsta á árinu en að­dá­endur hafa beðið myndarinnar með mikilli ó­þreyju og mætir Tom Holland til leiks í sinni þriðju mynd sem Kóngu­lóar­maðurinn. Myndin halaði inn 253 milljónum Banda­ríkja­dollara og hafa að­eins tvær myndir halað inn meira á opnunar­helginni.

Það eru að sjálf­sögðu Mar­vel myndirnar A­ven­gers End­game (357 milljónir Banda­ríkja­dollara) og A­ven­gers Infinity War (257,7 milljónir Banda­ríkja­dollara). Tom Holland þakkaði að­dá­endum fyrir stuðninginn á Insta­gram.