Chrissy Teigen fæddi þriðja barn sitt í gær. Frá því greindi eiginmaður hennar John Legend á tónleikum í gærkvöldi. Greint er frá á vef People.

„Blessi þennan dag,“ sagði Legend og að litla barnið hefði komið í heiminn snemma í gær. Hann bætti því við að þótt svo að hann hefði ekki náð að sofa mikið fyrir tónleikana liði honum vel og væri orkumikill eftir dvöl á spítalanum.

Teigen og Legend eiga fyrir tvö börn, Miles og Lunu, en bæði hafa þau verið opinská um fósturmissi sem þau upplifðu seint árið 2020.