Þre­menningarnir þau Elísa­bet, Karl og Vil­hjálmur eru Andrési Breta­prinsi bál­reið og full­yrðir breska götu­blaðið The Sun að Andrés hafi verið kallaður á teppið á fundi með Elísa­betu í gær.

Eins og greint var frá í gær var Andrés sviptur her­titlum sínum af bresku konungs­fjöl­skyldunni. Fjöl­skyldan gaf frá sér yfir­lýsingu og sagði prinsinn munu halda á­fram að koma ekki ná­lægt störfum fyrir fjöl­skylduna.

Prinsinn hefur verið sakaður um að hafa brotið á stúlku heima hjá Jef­frey Ep­stein milljarða­mæring, góð­vini hans sem síðar var hand­tekinn fyrir man­sal og kyn­ferðis­brot gegn börnum. Andrés hefur á­vallt neitað sök.

The Sun full­yrðir að þre­menningarnir hafi verið Andrési afar reið vegna málsins og hefur eftir Angelu Levin, sér­fræðingi í mál­efnum bresku konungs­fjöl­skyldunnar að það sæti furðu hve snögg drottningin hafi verið að bregðast við.

„Ég held þau séu alveg gjör­sam­lega brjáluð út í hann, þar sem þau hafa ekki bara svipt hann titlinum, þau full­yrða líka að hann þurfi nú að takast á við mála­ferlin sem al­mennur borgari. Það er blaut tuska í and­lit hans.“