Í síð­ust­u viku fékk Ugla Stef­an­í­a Kristj­ön­u­dótt­ir Jóns­dótt­ir, formaður Trans Ísland, und­ar­leg skil­a­boð á Insta­gram. Þar var á ferð­inn­i kona sem lent­i í því að ó­prútt­inn að­il­i villt­i á sér heim­ild­ir og þótt­ist vera Ugla. Sá eða sú átti við mynd af Uglu og Guðn­a Th. Jóh­ann­es­syn­i for­set­a, sett­i and­lit kær­ast­a kon­unn­ar yfir and­lit for­set­ans og hélt því fram að hann hefð­i hald­ið fram hjá með Uglu.

Frá þess­u grein­ir Ugla í færsl­u á Fac­e­bo­ok-síðu sinn­i. Þar seg­ir hún að kon­an hafi feng­ið mann­eskjuna til að játa að þett­a væri allt sam­an upp­spun­i frá rót­um, að hún hafi spunn­ið flók­inn lyg­a­vef og með­al ann­ars not­að radd­breyt­i til að herm­a eft­ir rödd Uglu.

Ekki í fyrst­a skipt­ið

Í sam­t­al­­i við Frétt­­a­bl­að­­ið seg­­ir Ugla að þett­­a sé ekki í fyrst­­a sinn sem ein­hv­er hafi not­­að mynd­­ir af henn­­i til að vill­­a á sér heim­­ild­­ir. Hún hafi áður feng­­ið send­­ar mynd­­ir af því þeg­­ar not­­end­­ur á stefn­­u­­mót­­a­­for­­rit­­um á borð við Tind­­er og Grindr nota mynd­­ir af henn­­i. „Þett­a virt­ist samt vera held­ur meir­i "metn­að­ur" en ann­að sem ég hef séð,“ seg­ir Ugla.

Ugla náði að lok­um að sann­fær­a kon­un­a um að hún hefð­i ekki átt neinn hlut að máli.

Þrátt fyr­ir að fyr­ir lægi játn­ing um að mynd­in væri föls­uð seg­ir Ugla að kon­an sem reynt var að blekkj­a hafi gef­ið í skyn í skil­a­boð­um til sín að Ugla stæð­i engu að síð­ur að baki þess­u, þrátt fyr­ir að kon­an og all­ir aðr­ir sem tengd­ust mál­in­u byggj­u í Band­a­ríkj­un­um.

Eftir að Ugla hafð­i ekki svar­að skil­a­boð­um frá kon­unn­i fann hún tölv­u­póst­fang Uglu og send­i henn­i póst sama efn­is. Ugla seg­ir að hún hafi svar­að á þá leið að þett­a væri allt lygi og kon­an hafi að end­ing­u sæst á það.

Þett­a er þó ekki það sem gekk mest fram­an af Uglu að því hún seg­ir á Fac­e­bo­ok. Það sem fór helst fyr­ir brjóst­ið á henn­i var sú stað­reynd að þess­i ó­prúttn­i að­il­i not­að­i slæm­a mynd af sér.

„Þett­a er sann­ar­leg­a fyndn­ast­a dæm­ið þar sem að ein­hver þyk­ist vera ég. Það verð­ur erf­itt að topp­a þett­a,“ skrif­ar Ugla að lok­um.