David Atten­bor­ough rifjar upp sam­skipti sín við Björk í nýju við­tali við tón­listar­tíma­ritið NME. Þar eys hann lofi yfir söng­konuna og segir á­huga hennar á sér „mikið vits­muna­legt af­rek.“

Atten­bor­ough og Björk hittust í heimildar­þáttum bresku stöðvarinnar Channel 4 um tón­list og náttúruna sem fram­leiddir voru árið 2013. Neðst í fréttinni má sjá klippu af því þegar þau hittust.

Í sam­tali við NME viður­kennir Atten­bor­ough að hann hafi lítið vit á tón­list. „Ég verð að vera hrein­skilinn. En þegar ég vann með Björk að þá þótti mér á­hugi hennar á mér mikið vits­muna­legt af­rek,“ segir hann kíminn.

„Hún er ó­trú­lega frum­leg manneskja og sagði nokkra mjög fal­lega hluti. Ég meina þetta er undar­leg tón­list en þetta er mjög frum­leg tón­list!“ segir hann um tón­list ís­lensku söng­konunnar.

„Hún er með puttann á púlsinum og lætur sig varða sam­bandið á milli mann­vera og náttúrunnar,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort það er al­þekkt karakter­ein­kenni í hinum ís­lenska karakter, en mig grunar það, hafandi komið til Ís­lands, en hún á í sam­bandi við náttúrunnar sem sum okkar borgar­barnanna úr suðri eigum ekki.“