Á­hrifa­valdurinn Þórunn Ívars­dóttir talaði opin­skátt um húð­með­ferðir sem hún hefur farið ný­lega í á vegum húð­lækna­stöðvarinnar í story-svæði sínu á Insta­gram í gær.

Þórunn segir þar frá reynslu sinni af botox-meðferð, fitu­frystingu og há­reiðingarla­ser svo eitt­hvað sé nefnt.

„Ég prófaði fitu­frystingu aftan á lærum og sá svaka­legan mun á ör­fáum vikum. Einnig á kvið og fann mun á buxunum mínum en ekki alveg jafn dra­stískan og aftan á lærum. Losnaði basically við eða það minnkaði svaka­lega þetta litla svæði sem ég hafði bölvað svo,“ sagði Þórunn um fitu­frystingu sem hún fór í í vor.

Þórunn fór einnig í botox meðferð á augnsvæðinu, eða svokallað eyebrowlift sem er gert til að lyfta augn­svæðinu upplýsir hún.
„Ég fór síðast í byrjun árs 2022 og í apríl 2021. Ég sé samt árangurinn mun lengur en 3 til 4 mánuði þar sem með­ferðin virkar á mig sem fyrir­byggjandi þar sem ég var ekki með neinar þannig séð sýni­lega bros­hrukkur,“ upp­lýsir Þórun og bætir við: „Finnst pínu geggjað að geta spronað gegn því á þennan hátt því ég greip hratt inn í.“

Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot