Þórunn sem hefur tvisvar átt heiðurinn af framlagi Íslands til Eurovision, í fyrra skiptið sem textahöfundur lagsins Aftur heim með Vinum Sjonna og síðara skiptið sem bæði laga-og textahöfundur lagsins Heim í flutningi Ara Ólafssonar, er ekkja tónlistarmannsins Sigurjóns Brink sem lést aðeins 36 ára gamall árið 2011. Saman eiga þau Þórunn og Sigurjón tvo syni en Sigurjón átti einnig tvö börn úr fyrri samböndum.

Þórunn og Olgeir hafa verið par frá því síðasta sumar og bíða nú komu barns í byrjun næsta árs.

Mikið barnalán

Þórunn og Olgeir sem er þjálfari 2. flokks karla hjá Breiðablik hafa verið par frá því síðastliðið sumar en Olgeir á einnig tvö börn fyrir svo það verður klárlega nóg um að vera á stóru heimili þegar við bætist lítið kríli í janúar og barnalánið mikið.