„Ég ætla ekkert að tjá mig um þá,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigandi Samherja, þegar hann er spurður hvort hann hafi fylgst með Verbúðarþáttum sem eru nánast búnir að setja þjóðina á hliðina undanfarnar átta vikur.

Síðasti þátturinn var sýndur á RÚV á sunnudagskvöld og þá náði dramatísk atburðarás með fiskveiðistjórnunarkerfið sem eitt helsta hreyfiaflið hámarki með lögfestingu kvótakerfisins á þingi með mjög svo misjöfnum afleiðingum fyrir persónur þáttanna.

„Ég ætla bara að segja að ég hef tengst sjómennsku í áratugi, lengi. Og hef tekið þátt í þessu sem atvinnurekandi frá ’83. Ég kannast ekki við þessa mynd sem er verið að draga upp.“