Sigurvegari Rímnaflæði 2022 er Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“.
„Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins á aldrinum 13-16 ára er stökkpallur fyrir unga rappara var fyrst haldin árið 1999 í Miðbergi. Síðustu tvö ár var viðburðurinn haldinn á netinu og var því mjög gaman að geta loksins haldið þennan frábæra viðburð aftur með keppendur og áhorfendur á staðnum í Fellahelli,“ segir í tilkynningu frá Samfés um keppnina.


„Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu. Það er ljóst að framtíðin í rappinu er björt og eru margir efnilegir rapparar að taka sín fyrstu skref.“
Í tilkynningu segir að í aðdraganda keppninnar hafi öllu ungu fólki á Íslandi boðið að taka þátt í ókeypis rappnámskeiði.
Plötusnúðarnir Patrekur og Hilmar „Einn og hálfur Dj" úr félagsmiðstöðinni Sigyn spiluðu í upphafi viðburðar. Einnig komum fram Ragnheiður Inga Matthíasdóttir (Ragga Rix) sigurvegari Rímnaflæði 2021, Jónas Víkingur (Johnny Boy) sigurvegari Rímnaflæði 2020, Daniil, Issi og Ízleifur.
