Sigur­vegari Rímna­flæði 2022 er Þórir Snær Sigurðs­son, Lil Hailo frá fé­lags­mið­stöðinni Gleði­bankinn í Reykja­vík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“.

„Rímna­flæði, rapp­keppni unga fólksins á aldrinum 13-16 ára er stökk­pallur fyrir unga rappara var fyrst haldin árið 1999 í Mið­bergi. Síðustu tvö ár var við­burðurinn haldinn á netinu og var því mjög gaman að geta loksins haldið þennan frá­bæra við­burð aftur með kepp­endur og á­horf­endur á staðnum í Fella­helli,“ segir í til­kynningu frá Sam­fés um keppnina.

Í öðru sæti var Bjart­mar Elí frá fé­lags­mið­stöðinni Bólið í Mos­fells­bæ með lagið „Full­orðnir menn“.
Mynd/Aðsend
Valur Rúnars­son Bridd­e úr fé­lags­mið­stöðinni Kúlan í Kópa­vogi tók þriðja sætið með lagið „Auð­mjúkur“.
Mynd/Aðsend

„Við óskum öllum kepp­endum inni­lega til hamingju með frá­bæra frammi­stöðu. Það er ljóst að fram­tíðin í rappinu er björt og eru margir efni­legir rapparar að taka sín fyrstu skref.“

Í til­kynningu segir að í að­draganda keppninnar hafi öllu ungu fólki á Ís­landi boðið að taka þátt í ó­keypis rapp­nám­skeiði.

Plötu­snúðarnir Pat­rekur og Hilmar „Einn og hálfur Dj" úr fé­lags­mið­stöðinni Sigyn spiluðu í upp­hafi við­burðar. Einnig komum fram Ragn­heiður Inga Matthías­dóttir (Ragga Rix) sigur­vegari Rímna­flæði 2021, Jónas Víkingur (Johnny Boy) sigur­vegari Rímna­flæði 2020, Dani­il, Issi og Íz­leifur.

Dóm­nefndina skipuðu þau Ragna Kjartans­dóttir, Ragn­hildur Holm og Árni Matthías­son.
Mynd/Aðsend