Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, þing­kona Pírata eignaðist son stuttu fyrir mið­nætti í gær. Drengurinn fæddist á heimili for­eldranna, Þór­hildar Sunnu og Rafal Orpel. Fæðingin gekk vel og móður og barni heilsast vel, að því er fram kemur í færslu þing­konunnar fyrir skömmu.

„Drengur er fæddur. Antoni Örn Orpel kom á fleygi­ferð í heiminn rétt fyrir mið­nætti í gær. Antoni fæddist heima hjá sér og hefur haft það náðugt með okkur yfir sig ást­föngnum for­eldrinum síðan. Okkur feðginum heilast vel. Allt er eins og það á að vera,“ segir í færslu Þór­hildar sem birtist á Face­book í dag.