Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra Ís­lands, gekk á­kaf­lega tignar­lega niður stigann á Ráð­herra­bú­staðnum í dag í­klædd danskri hönnun frá Elton. Svo tignar­leg að ljós­myndari Frétta­blaðsins, Sig­tryggur Ari, gat ekki hamið gikk­fingurinn og smellti af.

Þó málin væru þung sem rædd voru á ríkis­stjórnar­fundi geislaði Þór­dís og bar af sem fyrr í klæða­burði. Það má nefni­lega vera í glæsi­legum fötum þegar tekist er á við krísur líkt og Lands­réttar­málið og á­fram­haldandi sam­komu­bann.

Sam­kvæmt upp­lýsingum Fréttablaðsins, verslaði Þórdís í heima­byggð. Hún keypti dragtina í Bjargi, sem stendur við Still­holt 14 á Akra­nesi. Bjarg býður upp á vandaðan fatnað, fylgi­hluti og snyrti­vörur fyrir dömur og herra. Þess má geta að dragtirnar eru upp­seldar hjá Bjargi eins og allar aðrar flíkur frá Elton.

Með þessu fór hún svo í svartan rúllu­kraga­peysu frá Japan - enda veðrið þannig. Peysan Þórdísar er hönnuð af japanska hönnuðinum Iss­ey Mi­ya­ke.