Leikkonan og tónlistarkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og leikarinn og tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson eru trúlofuð.

Frá því greina þau í færslu á Instagram þar sem fram kemur að þau hafi trúlofað sig í uppáhalds byggingunni sinni, sem er samkomuhúsið á Akureyri. Með færslunni deila þau sætri mynd af sér að kyssast uppi á sviði.

Parið hefur verið saman í rúmt ár en þau hafa þekkst um árabil því þau voru saman í bekk á leiklistarbraut í Listaháskóla Íslands. Einnig léku þau saman í leikritinu Vorið vaknar sem sett var á svið af Leik­fé­lagi Akur­eyrar árið 2020.

Bæði eiga þau eitt barn úr fyrra sambandi og greint var frá því í nóvember á síðasta ári að þau hefðu saman fest kaup á eign við Sörlaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur.