Gerðarsafn stendur að myndlistarverðlaunum til stuðnings höggmyndalist hérlendis. Verðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt árlega framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur í skúlptúr og rýmisverk. Þór Vigfússon myndlistarmaður hlaut Gerðarverðlaunin 2021, fyrir metnaðarfullt og kröftugt framlag til höggmynda- og rýmislistar.

Þór Vigfússon er fæddur í Reykjavík árið 1954 og nam myndlist við MHÍ og síðar í Hollandi í Stichting De Vrije Academie í Den Haag. Hann hefur sýnt víða bæði hérlendis og erlendis þar á meðal í Quint Gallery í San Diego og The Chinese European Art Center, Xiamen City í Kína. Þór býr og starfar í Reykjavík og á Djúpavogi.

Í rökstuðningi segir meðal annars: „Verk hans eru skúlptúrar, málverk og veggskúlptúrar þar sem misstórir fletirnir og áferð efnisins tala sig inn í rýmið og hafadáleiðandi áhrif með því að endurspegla áhorfandann og umhverfi hans.“