Mikil um­ræða hefur skapast um upp­setningu Þjóð­leik­hússins á söng­leiknum Sem á himni, í kjöl­far þess að RÚV birti leik­hús­gagn­rýni eftir Nínu Hjál­mars­dóttur þar sem hún gagn­rýndi leik­húsið meðal annars fyrir þá á­kvörðun að láta ó­fatlaðan leikara túlka hlut­verk fatlaðs manns.

Leik­stjóri verksins, Unnur Ösp Stefáns­dóttir, brást við gagn­rýninni með yfir­lýsingu á Face­book þar sem hún sagði um­ræðuna vera „miklu stærri og mikil­vægari en ein­staka leik­sýning“ og kvað mál­efni fatlaðs fólks standa sér nærri. Þá lýsti hún því yfir að Þjóð­leik­húsið myndi boða til mál­þings um leik­húsið og birtingar­mynd raun­veru­leikans innan þess. Magnús Geir Þórðar­son þjóð­leik­hús­stjóri stað­festir þetta.

„Við fögnum um­ræðu um þessi mikil­vægu mál­efni og viljum taka þátt í henni. Í leik­húsinu viljum við takast á við brýn sam­fé­lags­leg mál og miðla þeim af heilindum og virðingu. Við finnum að það eru ó­líkar skoðanir á einni sögunni í sýningunni Sem á himni og okkur langar að opna þá um­ræðu og sam­hliða að ræða leik­húsið al­mennt og hvernig raun­veru­leikinn birtist í leik­húsinu. Því efnum við til mál­þings nú síðar í haust þar sem við ræðum þessi mál á breiðum grunni og vonandi með þátt­töku sem flestra. Vonandi verður það til að þoka okkur öllum í rétta átt,“ segir hann.

Krefjandi og óþægilegir þættir

Að sögn Magnúsar verður sjónum ekki að­eins beint að birtingar­myndum fatlaðs fólks í sviðs­listum, heldur lögð á­hersla á hlut­verk leik­hússins sem sam­fé­lags­legs hreyfi­afls. Hann segir Þjóð­leik­húsið gagn­gert hafa tekið Sem á himni til sýninga til að beina kast­ljósinu að fjöl­breyttum sam­fé­lags­kimum og varpa ljósi á ó­líkan reynslu­heim fólks, svo sem fatlaðra og þol­enda heimilis­of­beldis.

„Með þessu verki erum við að reyna að vekja at­hygli á til dæmis stöðu fatlaðs fólks og raun­veru­leika þess. Unnur þekkir það af eigin raun og er þess vegna málið af­skap­lega skylt og kært og er í því af mikilli ást­ríðu,“ segir Magnús og bætir við: „Ein­lægur á­setningur lista­mannanna og leik­hússins alls er að miðla þessari sögu á fal­legan og heiðar­legan hátt, á sama tíma og á­horf­endur hrífast með sögunni í víðara sam­hengi.“

Magnús Geir viður­kennir að saga Dodda, sem er ungur fatlaður maður leikinn af Al­mari Blæ Sigur­jóns­syni, sé krefjandi og geti verið ó­þægi­leg fyrir á­horf­endur að horfa á.

„Þó flest í sýningunni sé fal­legt og opni hjörtu okkar, þá eru ein­staka þættir sem geta verið ó­þægi­legir eins og í lífinu sjálfu og það á við um sögu Dodda, þar sem dregin er upp mynd af lífi manns sem glímir við til­tekna fötlun. Á­setningur lista­mannanna var að fegra ekki þessa mynd heldur vekja okkur til um­hugsunar. Lista­mennirnir gera þetta af mikilli næmni og stóru hjarta og þessi saga virðist hreyfa við fjöl­mörgum sem hafa séð hana.“

Ein­lægur á­setningur lista­mannanna og leik­hússins alls er að miðla þessari sögu á fal­legan og heiðar­legan hátt, á sama tíma og á­horf­endur hrífast með sögunni í víðara sam­hengi.

Hreyfi­afl til góðra verka

Að sögn Magnúsar var spurningin um hvort fatlaður eða ó­fatlaður leikari skyldi túlka hlut­verkið skoðuð og rædd frá öllum hliðum af list­rænum stjórn­endum og leik­stjóra sýningarinnar, sem tók endan­lega á­kvörðun um hlut­verka­skipan, venju sam­kvæmt.

„Það var rætt ítar­lega hvort á­stæða væri til að sækja út fyrir leik­húsið ein­stak­ling sem þekkir hlut­skipti Dodda af eigin raun. Niður­staða list­rænna stjórn­enda hér var sú sama og í flestum er­lendum upp­setningum, að það þyrfti at­vinnu­leikara í þetta hlut­verk eins og önnur í verkinu til að ná þeim á­hrifum sem að er stefnt. Leik­húsið byggist al­mennt á því að við segjum sögur með því að leikari bregður sér í hlut­verk og túlkar það á sviðinu. Við gerum al­mennt ekki kröfur um að leikari hafi upp­lifað allar að­stæður eða til­finningar sem per­sónan sem hann leikur á að upp­lifa, þó það geti verið á­hrifa­ríkt á réttum vett­vangi,“ segir hann.

Magnús Geir segir það ekki standa til að breyta Sem á himni, en í­trekar að um­ræðan um verkið sé mikil­væg og að allir í leik­húsinu leggi við hlustir og vilji taka þátt í sam­talinu.

„Í leik­húsinu verðum við að þora að taka á við­kvæmum málum og reyna að nýta sam­band okkar við á­horf­endur til að vera hreyfi­afl til góðra verka. Sýningin Sem á himni er um sam­fé­lag, hvert og eitt okkar á að fá pláss og rétt til að vera eins og við erum. Til að kórinn í sögunni virki, þá þurfa allir að fá að vera með,“ segir hann.