Um þessar mundir stendur Þjóð­leik­húsið fyrir opnum, raf­rænum leik­prufum fyrir börn á aldrinum 9 til 13 ára til að taka þátt í fjöl­skyldu­söng­leiknum Drauma­þjófnum. Um er að ræða nýtt ís­lenskt leik­verk byggt á sam­nefndri bók Gunnars Helga­sonar í leik­gerð Bjarkar Jakobs­dóttur og er leitað að tólf börnum til að leika í verkinu. Stefán Jóns­son leik­stýrir og aðal­hlut­verk leika Þuríður Blær Jóhanns­dóttir og Kjartan Darri Kristjáns­son. Alls taka 17 leikarar þátt í sýningunni auk barnanna sem óskað er eftir og hljóm­sveit. Þor­valdur Bjarni semur tón­list og dans­höfundur er Lee Proud.

Prufurnar eru raf­rænar og geta allir sem hafa aldur til tekið þátt, en börn sem hafa annað tungu­mál en ís­lensku að móður­máli eru sér­stak­lega hvött til að sækja um. Upp­lýsingar og kynningar­mynd­bönd um prufurnar eru því einnig að­gengi­legar á ensku.

Óskað er eftir þremur prufum, dans-, leik- og söng­prufu, sem börnin geta tekið upp á síma og sent inn raf­rænt með að­stoð for­eldra og að­stand­enda í gegnum skráningar­vef leik­hússins. Síðasti skila­dagur er sunnu­dagurinn 20. nóvember. Nánari upp­lýsingar má finna á vef Þjóð­leik­hússins.