Fjöl­margir hafa minnst Guð­rúnar Helga­dóttur rit­höfundar og stjórn­mála­konu sem lést snemma í morgun, 86 ára að aldri.

„Hún var borgar­lista­maður og þjóðar­ger­semi og ól okkur öll upp í gegnum bækur sínar. Rit­höfundur, borgar­full­trúi og þing­kona. Sannur braut­ryðjandi og þannig mætti raunar á­fram telja, segir Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri í minningar­orðum sínum um hana á Face­book.

Hann fangar í færslu sinni það sem svo margir les­endur bóka hennar á öllum aldri hafa orðað í færslum sínum á sam­fé­lags­miðlum í dag.

„Guð­rún setti börn í há­sæti bóka sinna og frá­sagna og var löngu á undan sinni sam­tíð.“

„Hún brá ljósi á lífið, líf barna og venju­legra fjöl­skyldna, ekki síst borgar­lífið og Reykja­vík með glettni, húmor og ein­stakri frá­sagnar­gáfu. Guð­rún setti börn í há­sæti bóka sinna og frá­sagna og var löngu á undan sinni sam­tíð í heimi ís­lenskra barna­bóka. Hún var bara svo ó­trú­lega skörp, snjöll og hnittin,“ segir Dagur.

Dagur játar einnig hve stressaður hann var áður en hann sló á þráðinn til Guð­rúnar fyrir nokkrum árum til að fá leyfi hjá henni til þess að stofnuð yrðu á vegum Reykja­víkur­borgar, barna­bóka­verð­laun í hennar nafni.

„Ég man enn hvað ég var stressaður áður en ég hringdi í hana til að biðja um leyfi. Og á­nægjuna og þakk­lætið þegar hún féllst á erindið. Barna­bóka­verð­laun Guð­rúnar Helga­dóttur munu sannar­lega halda á­fram.“

Borgar­stjóri minnist einnig stjórn­mála­ferils Guð­rúnar og þakkar henni fyrir að gera borgina og Ís­land að betra sam­fé­lagi, fyrir konur og karla en sér­stak­lega börn og ung­linga.

„Guð­rún átti hvað stærstan þátt að fella meiri­hluta Sjálf­stæðis­flokksins, þegar það gerðist í fyrsta skipti árið 1978. Það var af­rek. Þar naut hún gáfna sinna, rétt­sýni, mælsku og ó­mælds sjarma sem talaði beint inn í hjarta fólks og lét aldrei eiga neitt inni hjá sér - að ó­þörfu.“

Guðrún Helgadóttir var kjörin forseti sameinaðs Alþingis 1988–1991, fyrst kvenna til að verða fyrirsvarsmaður Alþingis.
Mynd/Alþingi

Lilja Al­freðs­dóttir, ráð­herra menningar­mála minnist Guð­rúnar fyrir lofs­vert fram­lag til barna­bók­mennta.

„Segja má að Guð­rún hafi með verkum sínum snert hvert einasta heimili landsins. Þannig munu til dæmis upp­á­tækja­sömu tví­burarnir Jón Oddur og Jón Bjarni, með sínu hreina og tæra barns­lega sak­leysi, eiga sér stað í hugum og hjörtum lands­manna um aldur og ævi.“

Bauð öllum leikurum í pylsupartý

Magnús Geir Þórðar­son þjóð­leik­hús­stjóri rifjar bæði upp sínar eigin æsku­minningar um bækur Guð­rúnar og sam­starf við hana við upp­setningu á Ó­vitum hjá Leik­fé­lagi Akur­eyrar árið 2007.

„Það er ó­gleyman­legt þegar hún, að frum­sýningu lokinni, hitti börnin sem tóku þátt í sýningunni. Þar jós hún börnin og okkur öll hlýju, hvatningu og lofi. Mann­gæskan og húmorinn var alls­ráðandi. Minningin um Guð­rúnu Helga­dóttur mun lifa og það munu sögur hennar svo sannar­lega gera líka.“

„Og Guð­rún svo skemmti­leg og hlý við okkur leikara­börnin, bauð okkur í pylsu­partý heim til sín.“

Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir, leikkona og þingkonan Helga Vala Helgadóttir minnist þess einnig þegar þær léku í uppsetningu Þjóðleikhússins á Ó­vitum.

„Ég lék á­samt skara annara barna í frum­upp­færslu á leik­riti hennar Ó­vitar sem var ein­stakt á alla lundu þar sem hlut­verkum barna og full­orðinna var snúið á hvolf sem leiddi auð­vitað til þess að fá alveg nýtt sjónar­horn á til­veru barna og full­orðinna. Brilljant alveg hreint. Og Guð­rún svo skemmti­leg og hlý við okkur leikara­börnin, bauð okkur í pylsu­partý heim til sín.“

Steinunn Ó­lína staldrar einnig við húmor Guð­rúnar „sem skrifaði fyrir börnin eins og þau væru hugsandi verur. Jón Oddur og Jón Bjarni! Guð­rún skrifaði um til­veruna og hafði í heiðri mann­gildin mest og best og bjó að auki yfir leiftrandi húmor og inn­sæi sem gladdi les­endur og ekki síður þá sem upp lásu fyrir yngri les­endur.“

Ætlaði að verða heimsfræg og brauðfæða Hafnfirðinga

Í and­láts­fregn um Guð­rúnu á vef Frétta­blaðsins fyrr í dag er rifjað upp við­tal við hana í sunnu­dags­blaði Morgun­blaðsins árið 2016, Þar segir hún meðal annars frá því að hún hefði snemma á­­kveðið hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór.

„Það fór ekk­ert á milli mála að ég ætlaði að verða heims­­­fræg kvik­­­mynda­­­leik­­­kona. Því ég las í blöðunum að þær væru svo ægi­­­lega rík­ar og þá ætlaði ég að vera svo góð og gefa pen­inga út og suður öllu fá­tæka fólk­inu í Hafnar­f­irði. Mikið lif­andi skelf­ing var ég nú á­­kveðin í þessu. Beið dag hvern eft­ir að verða upp­­­­­götvuð. En svo fór það nú þannig að ég var aldrei upp­­­­­götvuð,“ sagði hún og hló.

„Það fór ekk­ert á milli mála að ég ætlaði að verða heims­­­fræg kvik­­­mynda­­­leik­­­kona. Því ég las í blöðunum að þær væru svo ægi­­­lega rík­ar.“

Bergrún Íris Sæ­vars­dóttir, sem var fyrsti rit­höfundurinn til að hljóta bók­mennta­verð­laun Guð­rúnar Helga­dóttur, minnist hennar á Face­book í dag meðal annars fyrir hve hún var stolt af að vera Gaflari og hve heitt hún elskaði Hafnar­fjörð.

Lit­rík kona, ekki skap­laus

Margir minnast stjórn­mála­ferils Guð­rúnar sér­stak­lega. Meðal þeirra er Jón Kristjáns­son, fyrr­verandi þingmaður og ráð­herra, sem minnist hennar sem eins af eftir­minni­legustu sam­starfs­mönnum hans í þinginu.

„Guð­rún var lit­rík kona, ekki skap­laus, en notaði húmorinn til sam­skipta við fé­lagana í þinginu. Hann gat verið beittur en skemmti­legur.“

„Guð­rún var lit­rík kona, ekki skap­laus, en notaði húmorinn til sam­skipta við fé­lagana í þinginu. Hann gat verið beittur en skemmti­legur. Eitt var á­berandi með Guð­rún að þegar hún komst í námunda við börn, geislaði af henni um­hyggja og gleði, enda eru barna­bækur hennar klassík úr dag­lega lífinu. Þær lifa þótt hún sé horfin af sviðinu. Það er eftir­sjá að Guð­rúnu, og blessuð sé minning hennar,“ skrifar Jón á Face­book.

Þegar til­laga Ólafs Ragnar setti allt á flot

Þá rifjar sagnfræðingurinn Stefán Páls­son upp skemmti­lega sögu frá kosninga­bar­áttu árið 1995, en hann segist þá hafa verið bú­settur á kosninga­skrif­stofu Al­þýðu­banda­lagsins enda kennara­verk­fall í gangi. Kosninga­stjórn flokksins hafði á­kveðið að láta prenta bréf frá Guð­rúnu og senda á eldri borgara borgarinnar. Lítil breyting á bréfinu eftir til­lögu frá Ólafi Ragnari Gríms­syni átti eftir að halda kosninga­stjórninni heldur betur upp­tekinni dagana á eftir.


Gunnar og Gervasoni

Þá rifjast upp fyrir fólki ýmsir minnistæðir atburðir tengdir Guðrúnu.

Til dæmis um fræga við­leitni hennar árið 1980 til að tryggja flótta­manninum Ger­va­soni, lið­hlaupa úr franska hernum hæli hér á landi. Senda átti Ger­va­soni úr landi en upp reis mót­mæla­alda gegn því og þar var al­þingis­konan Guð­rún Helga­dóttir í farar­broddi. Ríkis­stjórn Gunnars Thor­odds­sen hafði svo nauman meiri­hluta að at­kvæði Guð­rúnar gat skipt sköpum.


„Okkar Astrid Lind­gren“

Að lokum hafa fjöl­margir rithöfundar og les­endur Guð­rúnar á öllum aldri minnst hennar og bóka hennar í dag.

„Hún var svo hrein og bein, nennti engum vífi­lengjum og há­tíðar­romsum, sagði hlutina bara eins og þeir eru - bara svo­lítið betur en flest annað fólk, því að hún var hittin með orðin. Hún var með fyndnara fólki en það var alltaf litað hlýju og næmri til­finningu fyrir fólki - og ó­bilandi rétt­lætis­kennd,“ segir rit­höfundurinn Guð­mundur Andri Thors­son um Guð­rúnu á Face­book.