Ís­lenska þjóðin syrgir saman á sam­fé­lags­miðlum eftir að fréttir bárust af því að smit hefði greinst innan Euro­vision teymisins. Eftir há­degi bárust fregnir af því að Daði og Gagna­magnið myndu hvorki stíga á svið í undan­keppninni á morgun eða í úr­slita­keppninni á laugar­dag.

Jóhann Sigurður Jóhanns­son, með­limur í Gagna­magninu, opnaði sig um eigið smit í ein­lægri færslu á Insta­gram í dag. Þar sagðist hann ein­kenna­laus, en í á­falli. Margir virðast hafa fellt tár eftir að hafa horft á mynd­bandið af Jóhanni ræða smitið.

Ein­hverjir Twitter not­endur horfðu þó á björtu hliðarnar og bentu meðal annars á að nú gætu Daði og fé­lagar horft á sjálf sig sigra keppnina á laugar­daginn. Frétta­blaðið tók saman nokkur af bestu tístunum sem má sjá hér að neðan.