Íslenska þjóðin er með hnút í maganum að fylgjast með íslenska landsliðinu í handbolta mæta heimsmeisturunum, danska liðinu á Evrópumóti karla.
Staðan í hálfleik er 21-18 fyrir Dönum en Íslendingar eru búnir að halda ótrúlega vel við miðað við aðstæður.
Sex leikmenn hafa smitast af kórónaveirunni og eru því aðeins 14 leikmenn í leikmannahópi íslenska landsliðsins í kvöld.
Sem fyrr eru Íslendingar duglegir að tísta um leikinn og er greinilegt að frammistaða strákanna veiti þjóðinni von.
Danir eru bara mjög lélegir í dag. Áfram Ísland þetta er alveg hægt.#handbolti
— Guðni Már Ægisson (@GAegisson) January 20, 2022
Ef ég væri í landsliðinu í handbolta myndi ég einfaldlega gaslighta mótherjann og vinna þannig
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 20, 2022
Þórólf í markið, hann lokar öllu 🛑 pic.twitter.com/jN3QHx5sc5
— Jón Haukur Baldvins (@JonnieBaldvins) January 20, 2022
Ef fyrri hálfleikurinn sýndi eitthvað þá er það að Við getum þetta alveg!!!
— Árni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) January 20, 2022
Koma Svo!!#StrákarnirOkkar #EMrúv #RúvEm #Handbolti #ÁframÍsland
Ég ætti kannski að róa mig .. henti frá mér glasinu í æsing 😩#emruv pic.twitter.com/k4qDiBuULY
— Gucci mama (@LKarlsdottir) January 20, 2022
Má ekki nota upptöku af lokaæfingunni?
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2022
Janus Daði. Sjáið þennan gæja, mesti salt of the earth náungi sem ég hef séð. Þetta er manngerð sem hefur verið framleidd hérlendis í hundruði ára. Hefði eflaust orðið vélsmiður ef ekki handboltamaður. Aldrei vesen og kvartar aldrei, bara hress með fullkomna kjálka. pic.twitter.com/k3PvnW9Lbu
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 20, 2022
Það er góð auglýsing fyrir landsliðstreyjur Íslands að Danir séu ekki búnir að rífa þær í tætlur með öllu sínu peysutogi. #handkast #emruv2022
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) January 20, 2022
Elska þetta landslið. Þessir Selfyssingar mega byggja sinn Disneyland-miðbæ eins og þeim sýnist ef þeir halda áfram að dæla út that handball talent 🙏#emruv
— Björn Teitsson (@bjornteits) January 20, 2022
Af hverju er Ýmir alltaf að naga handklæðin? Þetta er ekki ókeypis sko. #emruv
— Bjarki Guðjónsson (@bjarkovic) January 20, 2022
Danski þjálfarinn lítur út eins og hann vinni á einhverri krá í Nørrebro. #handbolti
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 20, 2022
Ef þetta væri Michael Bay mynd væri verið að hóa saman öllu gamla liðinu. Þyrlur að sækja Guðjón Val og Snorra Stein. Gummi þarf sjálfur að fara á olíuborpallinn til að sækja Fúsa. Okkar færastu einskaspæjarar reyna að þefa uppi Duranona. Slow motion montage af þeim að labba inn.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) January 20, 2022
Ég kalla Mikkel Hansen alltaf Mads Mikkelsen #emrúv
— Ólöf Bjarki (Mosi) (@Frostpinni) January 20, 2022