Íslenska þjóðin er með hnút í maganum að fylgjast með íslenska landsliðinu í handbolta mæta heimsmeisturunum, danska liðinu á Evrópumóti karla.

Staðan í hálfleik er 21-18 fyrir Dönum en Íslendingar eru búnir að halda ótrúlega vel við miðað við aðstæður.

Sex leikmenn hafa smitast af kórónaveirunni og eru því aðeins 14 leikmenn í leikmannahópi íslenska landsliðsins í kvöld.

Sem fyrr eru Íslendingar duglegir að tísta um leikinn og er greinilegt að frammistaða strákanna veiti þjóðinni von.