María Gomez heldur úti blogginu paz.is þar sem hún birtir reglulega girnilegar og einfaldar uppskriftir.

María Gomez heldur úti matarblogginu Paz.is sem ætlað er nautnaseggjum sem hafa gaman af því að baka og elda góðan mat án mikillar fyrirhafnar, en flestar uppskriftirnar eru í einfaldari kantinum. María er mikill sælkeri og segist alltaf hafa haft gaman af því að reyna fyrir sér í eldhúsinu og fáum við að birta úrval uppskrifta úr fórum hennar.

BBQ twister fyrir 6 manns

800 gr úrbeinuð læri

6 bollar mulið kornflakes

1/2 bolli hveiti

4 egg

2 tsk salt

2 tsk cayenne pipar

2 tsk þurrkað Timian

1-2 pakka af tortillur

2 bollar af Classic eða Sweet BBQ sósu

Kál

1 box kirsuberjatómata

Cooking sprey

Vefjurnar eru virkilega djúsí með piparmajónesi og BBQ sósu.

Piparmajónessósa

2 dl majónes

2 tsk sítrónusafi beint úr ávextinum

1 tsk svartur pipar

1/2 tsk borðsalt

Heimatilbúin piparmajónesið setur punktinn yfir i-ið.

Setjið hveiti í eina skál og mulið kornflakes í aðra.

Hrærið eggjunum saman ásamt 2 tsk salti, 2 tsk cayenne pipar og 2 tsk þurrkuðu timiani í þriðju skálinni.

Hitið ofninn á 210 C° og stillið á blástur.

Skerið svo kjúklinginn í minni bita, eins og langa gúllasbita.

Byrjið á að velta kjúklingnum fyrst upp úr hveiti, svo eggi og að lokum upp úr kornflakesi.

Raðið bitunum á ofnplötu með bökunarpappír og spreyið á pappírinn með Cooking sprey-i.

Setjið svo í ofn í 25-30 mínútur og útbúið grænmetið og piparmajóið á meðan.

Skerið tómatana í pínulitla bita (svona eins og er í salsasósum), skerið svo kálið.

Í piparmajóið er öllu hrært saman þ.e majónesi, pipar, salti og sítrónusafa.

Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er BBQ sósu hellt yfir hann á bökunarplötunni og hrært vel saman (má sleppa ef þið viljið ekki BBQ).

  1. Síðan er vefjan sett saman með því að smyrja á hana piparmajó, setja svo kál og tómata og að lokum kjúklinginn og rúlla upp
Ekki þarf að djúpsteikja kjúklinginn heldur er honum velt upp úr kornflakes og bakaður í ofni.