Þing var sett í dag og mættu þingmenn að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi til þingsetningar. Nokkrir þingmenn hafa í dag birt myndir af sér við þingsetninguna og ljóst er að þingheimur er spenntur að takast á við verkefnin sem við blasa.

Gísli Rafn Ólafsson, nýr þingmaður Pírata nýtti tækifærið og heiðraði afa sína við þingsetninguna.

„En í dag fagna ég því að vera á þingi og ákvað að nota þennan viðburð til þess að heiðra þá afa mína Axel og Einar með því að bera í barmi mínum þetta samsetta barmmerki, en þeir sátu báðir a þinginu um árabil fyrir sitt hvorn enda hins pólitíska litrófs“, skrifar Gísli Rafn á Facebook.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, birti einnig mynd af hádegismatnum í matsal þingsins. Þar voru reiddar fram kjötbollur.

María Rut Kristins­dóttir tók sæti sem vara­maður fyrir Hönnu Katrínu Frið­riks­son, þing­mann Við­reisnar í dag.
Mynd/Facebook