Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, greindi frá því á Facebook í dag að hún hefði eignast sitt annað barnabarn. „Amma og afi í annað sinn,” segir Þórunn og bætir við myllumerkinu #hamingjaíöðruveldi enda í skýjunum með nýjustu viðbótina í fjölskyldunni.

Þórunn greindist með æxli fyrr á árinu og hefur verið í leyfi frá störfum á Alþingi síðan. Í viðtali við Fréttablaðið fyrr á árinu var hún hvergi bangin og ætlaði sér að sigrast á meininu sem hún kallaði„boð­flennuna“.

„Ég ætla mér í gegnum þetta og geri það á minn hátt. Það er enginn sem segir að það sé rétta aðferðin. Við erum öll ólík og eigum að vera það. Ég er alls enginn sérfræðingur í þessu efni en ég vanda mig í að hlusta á fólk sem veit meira, bæði fagfólk sem hefur djúpri og mikilli þekkingu að miðla og fólk sem er eða var í sömu stöðu og hefur reynslu.“

Í sumar greindi Þórunn svo frá því að meðferð gengi vel. „Saman fögnum við því að boð­flennan hefur yfir­gefið fé­lags­skapinn," sagði hún við það tækifæri.