Alexandria O­casio-Cor­tez, þing­kona Demó­krata­flokksins innan full­trúa­deildar Banda­ríkjanna, kemur til með að vera gesta­dómari í nýjustu seríu raun­veru­leika­þáttanna Ru­P­aul‘s Drag Race en þetta kemur fram á Twitter-síðu þáttanna.

„Ég er SVO spennt fyrir nýju seríunni! Takk fyrir,“ skrifaði O­casio-Cor­tez á Twitter en hún hefur verið mjög á­berandi í banda­rískum stjórn­málum. Þá hefur hún þurft að þola mikla gagn­rýni frá þing­mönnum hægri vængsins vegna skoðana sinna og var hún einn helsti tals­maður þess að Trump yrði kærður til em­bættis­missis.

Nicki Minaj, Chaka Khan og Whoopi Goldberg einnig dómarar

Þættirnir hafa vakið at­hygli um allan heim og hafa þeir meðal annars unnið til Emmy verð­launa en þeir fóru fyrst í loftið fyrir rúm­lega tíu árum. Í þáttunum keppa drag­drottningar í ýmsum þrautum með von um að gerast „næsta drag-ofur­stjarna Banda­ríkjanna.“

Hefð er fyrir því að nýir gesta­dómarar séu í hverri viku og hafa fjöl­margar stór­stjörnur mætt til að dæma drottningannar. Þá kom einnig for­seti full­trúa­deildarinnar, Nan­cy Pelosi, fram á einum tíma­punkti og því ekki í fyrsta sinn sem þekktur stjórn­mála­maður kemur fram í þáttunum.

Auk O­casio-Cor­tez munu Whoopi Gold­berg, Nicki Mina­j, Chaka Khan, Jeff Gold­blum, Lesli­e Jones, Daisy Ridl­ey, og fleiri koma til með að vera gesta­dómarar en sýnis­horn úr þáttunum má sjá hér fyrir neðan.