Í­þrótta­konan Edda Falak hefur nú opnað sig um sam­bands­slitin við Brynjólf Löve, eða Binna eins og hann er þekktur, en hún greinir frá því á Insta­gram síðu sinni að það sé nokkuð síðan þau hættu saman, þrátt fyrir að að­eins hafi verið greint frá því í fjöl­miðlum í gær.

Að sögn Eddu hefur hún fengið yfir 100 skila­boð frá því að fréttirnar birtust en mbl.is greindi fyrst frá málinu. Að sögn Eddu batt hún sjálf enda á sam­bandið, sem stóð yfir í þrjá mánuði.

„Þið þurfið ekki að senda mér fleiri sam­úðar­kveðjur,“ segir Edda létt í bragði í skila­boðum til rúm­lega 26 þúsund fylgj­enda sinna. „Takk fyrir á­hugann og takk fyrir að spurja. Engar á­hyggjur af mér að hafa elsku vinir.“

Sam­band þeirra Eddu og Binna vakti mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum, ekki síst eftir að Binni greindi frá því að hann hafi fengið sér tattú með nafni Eddu eftir að­eins nokkurra vikna sam­band.

Edda er með rúmlega 26 þúsund fylgjendur á Instagram.
Mynd/Instagram/Edda Falak