„Þetta var náttúru­lega bara ís­lensk af­meyjun,“ segir Elísa­bet Jökuls­dóttir um fyrstu kyn­lífs­reynslu sína í þættinum Undir yfir­borðið í kvöld.

„Hann var fullur og ég gáði hvort það væri blóð í lakinu, hann sofnaði strax á eftir og hefur ef­laust ekki munað hver ég var.“

Í þessu hispurs­lausa og heiðar­lega við­tali lýsir Elísa­bet því hvernig móðir hennar hafi barið hana þegar hún kom heim eftir að hafa sofið hjá í fyrsta skiptið. „Hún sló mig utan­undir og reif í hárið á mér og kallaði mig druslu og lufsu“.

Þær Ás­dís ræða þetta of­beldis­fulla mæðgna­sam­band sem Elísa­bet lýsir í nýju bókinni sinni, Saknaðarilmur, þær ræða rit­snilldina, ein­lægnina, geð­veikina, þrá­hyggjuna, skömmina, þrá Elísa­betar eftir ást og at­hygli, söknuðinn, fyrir­gefninguna og sáttina.

Fylgist með í kvöld kl. 19:30 og 21:30 á Hring­braut. Hér að neðan má sjá klippu úr þættinum.