Rifrildi þeirra Vil­hjálms og Harry, sem olli því að bræðurnir töluðu ekki saman í marga mánuði, snerist meira um sárs­auka heldur en reiði. Þetta full­yrðir Caro­lyn Durand, sem er önnur tveggja höfunda bókarinnar „Finding Freedom“ sem kom út í dag og fjallar um her­toga­hjónin Harry og Meg­han.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur Harry sjálfur meðal annars tjáð sig um stirt sam­band síns og bróður síns. Var það í heimildar­mynd sem fjallaði um hjónin en þar nefndi Harry aldrei hvað það var ná­kvæm­lega sem olli því að sam­bandið var stirt.

Í bókinni „Finding Freedom“ er full­yrt að Vil­hjálmur hafi varað Harry við því árið 2016 að taka hlutina of geyst með Meg­han. Hann hafi spurt hann hvort ekki væri sniðugara að taka sér meiri tíma í að kynnast, áður en lengra væri haldið.

„Það var ekki vegna þess að fólk treysti ekki Meg­han. Það var ein­fald­lega út af því að strákarnir höfðu alltaf passað upp á hvorn annan,“ hefur breska götu­blaðið Daily Mail eftir Durand, sem skrifar bókina á­samt Omid Scobie.

Hún segir að bræðurnir hafi varla talað saman í marga mánuði eftir það sam­tal. Bilið hafi svo einungis breikkað eftir að Harry og Meg­han giftu sig árið 2018. Spennan magnaðist svo enn frekar þegar hjónin til­kynntu við­skilnað við konungs­fjöl­skylduna í upp­hafi þessa árs.

Bókin kemur út í dag og gera allir helstu slúðurmiðlar og götublöð sér mat úr viðfangsefninu.

„Eins og við skrifum í bókinni, að þá var þetta ekki reiði, heldur sárs­auki,“ segir Durand. Bræðurnir hafi þannig verið hvor öðrum á­kaf­lega sárir, enda afar nánir frá æsku.

Rit­höfundarnir ræddu við meira en hundrað heimildar­menn fyrir bókina. Hins­vegar var ekki rætt við her­toga­hjónin sjálf og hafa þau gefið út yfir­lýsingu þess efnis að þau hafi ekki komið ná­lægt gerð bókarinnar.

Í bókinni kemur enn­fremur fram að rómantíkinni hjá hjónunum hafi fylgt al­vöru frá fyrsta degi. Þau hafi „vitað að þau yrðu saman“ eftir einungis tvö stefnu­mót og „hel­tekin“ af hvort öðru frá fyrsta fundi.

Hafi ekkert að gera með Katrínu eða Meg­han

Þá er haft eftir Omid Scobie í um­fjöllun breska götu­blaðsins að bókin sýni svart á hvítu að erfið­leikarnir í sam­bandi bræðranna snúist ein­vörðungu um þá. Þar komi Katrín og Meg­han ekki við sögu.

„Mér fannst mikil­vægt að sökkva mér í þetta verk­efni því við höfum séð að Katrínu og Meg­han hefur verið kennt um á­stæður þess að bilið hefur breikkað á milli bræðranna,“ segir Scobie.

„Þeir eru báðir á fer­tugs­aldri og Harry vill ein­fald­lega ekki lengur vera í hlut­verki unga og undir­gefna bróðurins,“ segir hann.

Meg­han aldrei upp­lifað sig vel­komna

Hann segir þó að Katrín og Meg­han eigi fátt sam­eigin­legt og ein­hverja gremju hafi gætt í garð Katrínar af hálfu Meg­han venga þess hvernig tekið var á móti henni í bresku konungs­fjöl­skylduna. Hún hafi aldrei upp­lifað sig vel­komna.

„Það voru tíma­bil þar sem Meg­han fannst hún hefði getað stutt sig meira og hún upp­lifði að hún hefði ekki fengið stuðning á mikil­vægum augna­blikum.“

Hann þver­tekur fyrir það að Katrín hafi brotnað saman í að­draganda brúð­kaups þeirra Harry og Meg­han, vegna hegðunar Meg­han. Áður hefur verið full­yrt að deilur um brúðar­meyju­kjóla hafi or­sakað það að Meg­han hafi grætt Katrínu.

„Mínir heimildar­menn segja allir að það hafi ekki verið nein tár þarna. Þeir neita því þó ekki að það hafi verið mikil spenna á milli þeirra daginn sem brúð­kaupið var haldið.“

Heims­far­aldurinn ýtir fjöl­skyldunni saman

Í bókinni kemur enn­fremur fram að CO­VID-19 heims­far­aldurinn og greining Karls Breta­prins með sjúk­dóminn hafi ýtt fjöl­skyldunni saman. Bræðurnir hafi neyðst til að grafa stríðs­öxina.

Sam­bandið sé þó enn stirt og full­yrt er í bókinni að bræðurnir átti sig á því að það muni taka tíma að lag­færa það.

„Líkt og í öllum fjöl­skyldum er þetta upp og niður,“ segir Durand. „En bræðurnir eru að sættast. Það mun hins­vegar taka tíma.“