Mestu Júró­nördar heimsins fylgdust spenntir með því um helgina þegar Daði Freyr Péturs­son frum­flutti nýtt fram­lag Ís­lands í Euro­vision, lagið 10 years á sviði í út­varps­húsinu.

Nú þegar hafa hörðustu nördarnir, þeir sem jafn­vel hafa það að at­vinnu að fjalla um keppnina, birt mynd­bönd á Youtu­be síðum sínum þar sem þeir horfa á at­riði Daða og Gagna­magnsins í fyrsta skiptið og bregðast við. Frétta­blaðið hefur tekið saman nokkur slík sem horfa má á hér að neðan.

Gott lag en óttast að það nái ekki í gegn

Matt Fredericks, sér­legur Júró­fræðingur hjá ESCunited, segist fíla lagið í botn við sína fyrstu hlustun, sem horfa má á hér að neðan. Hann lýsir yfir mikilli á­nægju með það að Daði fái að mæta aftur, eftir að keppnin var blásin af í fyrra.

„Mér líkar við lagið, en ég er ekki viss um að það sé jafn ó­tví­rætt frá­bært eins og Think About Things en það er gott. Það er gott,“ segir hann.

Hann segist vona að það verði nóg til þess að koma Ís­lendingum í úr­slit. Honum var nokkuð brugðið þegar hann sá fiðlurnar í upp­hafi lagsins en sagði af­ganginn af laginu líkara þeim Daða sem heimurinn hefði kynnst hingað til.

Ekkert svo hrifnir

Sér­fræðingarnir á Youtu­be síðunni Toy Goy voru ekki eins hrifnir af nýja laginu, en segjast alltaf hafa haft á­hyggjur af Think about things. Þeir segjast sér­lega hrifnir af nýju peysunum hjá Gagna­magninu.

„Mér finnst eins og þetta lag sé al­var­legra. En mér leiðist smá,“ segja þeir rétt eftir að lagið er byrjað. Annar þeirra er þó tölu­vert hrifnari af 10 years heldur en Think About Things.

„Hér ekkert frum­legt. Þetta er það sama og í fyrra,“ segir annar þeirra. „Berum þetta saman við Roop. Þeir eru kjána­legir, en það er að­gengi­legt og það eru ekki þessir stælar. Mér finnst eins og þau haldi að þau séu fyndnari en þau eru. Fyndnin truflar og dregur at­hyglina frá laginu,“ segir annar.

„Svið­setningin er þreytandi en röddin er góð,“ segir einn. Þeir eru báðir hrifnir af kórnum en minnast á að Daði geti ekki tekið kórinn með sér á svið í Rotter­dam.
„Ég var ekki hissa, þetta var ná­kvæm­lega það sem ég bjóst við,“ segir annar um lagið.

Daddy kominn aftur

Þeir Tim and Dennis af Youtu­be síðunni STU­FR Reacts eru tölu­vert bjart­sýnari en kollegar sínir hjá Toy Goy. „Daddy er kominn aftur,“ segir annar þeirra. „Daddy?“ spyr hinn. „Já, ég held það sé sagt þannig,“ segir hinn en þeir viður­kenna að þeir viti ekki hvernig þeir eigi að bera nafn Daða fram.

„Ég man eftir þessari rödd,“ segir Dennis. Báðir lýsa þeir Tim og Dennis yfir mikilli á­nægju með búningana hjá Gagna­magninu. Það sé gaman að sjá þá aftur, enda sér­ein­kenni bandsins.

„Ég elska þetta. Ég elska sönginn, til­finninguna. Þetta er geggjað,“ segir Tim en Dennis bendir á að það séu allt of margir á sviðinu í út­varps­húsinu. Þetta gangi ekki í aðal­keppninni, eins og júró­nördar vita, þar sem einungis sex mega vera á sviði.

„Mér finnst fönkið í þessu geggjað. Ég verð líka að segja, og ég er að reyna að vera gagn­rýninn, að fyrsti hlutinn af þessu lagi, að þá finnst mér síðasta fram­lag þeirra betra. En að sjálf­sögðu erum við ekki að bera þetta saman, en auð­vitað gerum við það...“ segir Dennis.

Þeir fé­lagar hrósa söng Daða í há­stert. „Það er mikil gleði í þessu. Daði syngur betur núna en í fyrra. En lagið í fyrra var meira grípandi en í ár. Það verður mjög á­huga­vert að sjá hvernig þessu gengur, því þetta er enn­þá ein­stakt, þetta eru þau og þeirra stöff, en ég veit ekki hvort þetta sé sigur­lag. Ég held ekki. En þessu mun ganga vel, en verður ekki í fyrsta sæti.“

Fleiri við­bragðs­mynd­bönd við lagi Daða má horfa á hér að neðan: